Það er einfalt að flokka mál eða verk í Manor með því að nota mála- eða verkflokka. Skrá má einn eða fleiri flokk á hvert mál. Fyrst þarf að tryggja að einhverjir flokkar séu í kerfinu svo hægt sé að nota þá til flokkunar. Til þess að setja upp flokka ferð þú í Kerfisstjórn -> Málaflokkar. Þegar því er lokið er hægt að skrá flokk á mál eða verk.
Í upplýsingum máls eða verks eru hægt að skrá flokkaa. Ekki er nauðsynlegt að skrá flokk en hægt er að skrá einn eða fleiri.
Að sjá öll mál/verk í tilteknum mála/verkflokki
Í töflum yfir mál eða verk má velja síu sem þrengir töfluna eftir málaflokum.
Greining eftir málaflokkum
Greiningarskýrslur bjóða upp á greiningu eftir málaflokkum svo hægt sé að átta sig á tekjum, vinnuframlagi, málafjölda o.fl. eftir málaflokkum.
Viltu ganga lengra í flokkun?
Hægt er að búa til málasniðmát sem flokka mál niður og birtast sem undirliðir í aðalvalmynd. Sniðmátin bjóða þann kost að skrá sérstaklega ýmsar upplýsingar í forsendur málsins, flokka eftir þeim og ýmislegt fleira. Hér eru leiðbeiningar um að setja upp sniðmát.