Það eru oftast einfaldar skýringar á því ef að kröfur berast ekki frá banka. Fyrst af öllu þarf að vera viss um að búið sé að sækja kröfur í banka frá því að bankinn stillti allt sín megin en Manor sækir kröfur tvisvar á sólarhring. Ef það er ekki skýringin er gott að fara í gegnum þessi atriði.


Manor Collect þarf að vera rétt upp sett.

  1. Er kröfuhafinn skráður í Manor og með rétta kennitölu?
  2. Er búið að stilla réttan banka undir Kröfuhafi -> Almennar viðskiptakröfur -> Stillingar kröfuflokks ?
  3. Ef þú skráðir auðkenni, er það rétt skráð í stillingar kröfuflokks? (ath að ef ekkert er skráð eru allar kröfur sóttar óháðar auðkenni)


Bankinn þarf að vera rétt upp settur.

  1. Er búið að hafa samband við bankann og tilkynna um að þú sért nú innheimtuaðili fyrir þennan kröfuhafa?
  2. Er örugglega búið að skrá þig sem innheimtuaðila fyrir þennan kröfuhafa í kerfum bankans?
  3. Er buið að stilla öll auðkenni kröfuhafans þannig að kröfur berist til þín?
  4. Er réttur dagafjöldi skráður þannig að kröfurnar merkist  í milliinnheimtu á réttum tíma? Oftast daginn eftir eindaga. (MI merking)


Bókhaldskerfi kröfuhafans þarf að vera rétt upp sett.

  1. Er hann að stofna kröfur með sama hætti og áður?
  2. Berast kröfurnar hans í banka?
  3. Ef það átti að skipta um auðkenni (gert ef kröfuhafi er að færa sig frá öðrum innheimtuaðila) þá þarf hann að passa að stofna kröfurnar inn á nýja auðkennið og stilla nýja auðkennið inn í bókhaldskerfið sitt.


Annað sem getur valdið kröfuleysi:

  1. Allar kröfur kröfuhafans eru í skilum og því koma engar kröfur í innheimtu. Gerist stundum t.d. hjá húsfélögum.
  2. Kröfur eru ekki sóttar stöðugt í banka heldur á ákveðnum tímum. Kröfur berast ekki þess á milli.


Ef allt ofangreint er staðfest þá er hugsanlegt að tæknileg bilun sé að valda kröfuleysi frá viðkomandi banka. Slíkt ástand getur skapast ef innheimtuaðili er nýr og bankatenging nýkomin á og/eða ef einvhers konar tæknileg bilun kemur upp. Það er afar sjaldgæft en ef grunur leikur á því er best að hafa samband við þjónustuver Manor í síma 546-8000 eða sendur póstur á [email protected] og við könnum málið strax.