Það er einfalt að setja upp launaskrá í Manor sem heldur utan um hvaða notendur séu virkir, hvað þeir hafi skráð af tímum auk ýmissa atriða sem eru svo forsenda launaútreiknings í þar til gerðu launakerfi. Manor er ekki launakerfi heldur sér um að útbúa gögn sem þarf í launakerfin, fyrir hverja launakeyrslu, út frá þeim upplýsingum sem eru til staðar í Manor.


Þegar farið er í Manor -> Stjórnun -> Launaskrá má sjá allt sem tengist launamálum.


Helstu stillingar

Þegar komið er í Launaksrá undir Stjórnun má sjá yfrlit yfir þau launatímabil sem eru til í Manor. Í fyrstu er þessi listi tómur og næsta skref að fara yfir stillingar með því að smella á hnappinn [Stilingar.



Þá opnast stillingargluggi.



Hér þarf að skilgreina nokkur atriði

  • Fyrsti dagur launatímabils
    Oftast er þetta 1. hvers mánaðar en ef launatímabil er öðruvísi þarf að tilgreina það. Síðasti dagur launatímabils er svo reiknaður út frá því og er breytileg dagsetning eftir því hvaða mánuður á í hlut.

  • Dagvinnutímar á dag
    Hér er það sem oft er kallað vinnuskylda. Þessi tala er nýtt til þess að reikna heildarfjölda dagvinnustunda á hverju launatímabili. Starfsmaður sem vann jafn marga tíma hefur því skilað allri dagvinnu á tímabilinu, o.s.frv. Athugið að hægt er að handstýra dagvinnustundafjölda á hverju tímabili handvirkt. Útreikningur Manor er aðeins til hægðarauka.

  • Fjöldi framtíðarlaunatímabila
    Hér er hægt að skilgreina hversu mörg tímabil fram í tíman Manor hefur í gangi á hverjum tíma. Algengt er að hafa 2-3 tímabil opin inn í framtíðina. Þá geta til dæmis starfsmenn sem eru að fara í frí í næsta mánuði staðfest þann mánuð ef vill.


Svo eru það aðrar stillingar en þar má skilgreina eitt eða fleiri mál/verk sem sinna ákveðnum hlutverkum og eru nýtt við útreikning á stærðum fyrir launakeyrslu.


  • Sumarfrí
    Það mál/verk í Manor sem nýtt er til þess að skrá sumarfrí starfsmanna.

  • Launað leyfi
    Það mál/verk í Manor sem nýtt er til þess að skrá launað leyfi starfsmanna.

  • Stytting vinnuvikunnar
    Það mál/verk í Manor sem nýtt er til þess að skrá styttingu vinnuvikunnar.

  • Tímabundnar færslur
    Það mál/verk í Manor sem notendur geta skráð á tímafærslur sem ekki enn eru komnar með viðeigandi mál eða viðskiptavin. Nýtist vel svo allir skrái allt strax þó enn sé ekki búið að stofna mál/verk. Notendur geta svo ekki staðfest tímana sína nema vera búnir að tæma færslur á þessu máli/verki og koma þeim á viðeigandi mál/verk.

  • Undanskilið í útskuldunarhlutfall
    Við útreikning á útskuldunarhlutfalli á viðkomandi launatímabili er horft á hversu stórst hlutfall allra tímafærslna eru skráðar á mál sem veðra útskulduð. Hægt er að undanskilja ákveðin mál frá þessum útreikningi, svo sem skráningar á veikindi sem þá lækka ekki útskuldunarhlutfall.

Þegar búið er stilla inn forsendur býr Manor til fyrstu launatímabilin og því næst er hægt að smella á þau til að skoða hvert tímabil.

Launatímabil

Þegar smellt er á tiltekið launatímabil opnast sýn á það tímabil. Þá má sjá forsendur tímabilsins í vinstri dálki og hægt að breyta ýmsu. Svo er tekin saman einföld tölfræði tímabilsins þar fyrir neðan.



Aðaltaflan sýnir svo forsendur tímabilsins. Lista yfir notendur sem voru virkir (með virk áskrift) á launatímabilinu. 


Athugið að hægt er að skruna til hægri og vinstri í töflunni þar sem dálkar hennar eru margir.



Launþegar

Allir notendur með virka áskrift eru álitnir virkir launþegar þegar launatímabilin eru skoðuð. Notendur sem ekki eru virkir á launatímabilinu koma ekki fram og verða gögn um þá ekki flutt yfir í launakerfi. Notendur með 0 tíma skráða, en eru samt með áskrift virka, koma inn á listann með 0 tíma.


Staðfesting tíma

Fyrir hvert launatímabil er skráð hvort starfsmaður hafi staðfest tíma sína eða ekki. ÞEir sem hafa staðfest fá græna merkingu í dálkinn Staðfest af starfsmanni.



Flutningur gagna yfir í Launakerfi

Manor styður sem nokkur launakerfi og aðstoðar þjónustuver Manor notendur við að virkja þau í Manor í síma 546-8000 eða í gegnum tölvupóst á [email protected]