Þegar starfsmenn hafa staðfest sína tíma í lok tímabils er algengt að stjórnendur fari yfir þá tíma og staðfesti fyrir sína parta að allt sé eins og það á að vera. Mjög þægilegt er fyrir stjórnendur að staðfesta tíma sinna starfsmanna innan Manor.


Starfsmaður staðfestir

Til þess að átta sig á ferlinu er ágætt að byrja hjá starfsmanninum. Í lok launatímabils fær hann viðmót í Manor til þess að staðfesta sína tíma. Hann fer yfir sínar skráningar, sér sundurliðun á tímum, fullvissar sig um að allt sé í góðu eða gerir breytingar og staðfestir svo tímana.

Fyrst er starfsmaðurinn látinn vita með ábendingu efst í Manor.


Þar getur hann smellt og skoðað tímana nánar. Hér sér hann sundurliðun eftir því hvernig tímarnir falla hvað launavinnslu snertir.


Starfsmaðurinn getur svo smellt á tímabilið og fengið þá nákvæmt niðurbrot á öllum færslum ef hann vill gera breytingar. En ef allt er í góðu þá smellir hann á Ég hef skráð allar færslur hnappinn.

Þá er samþykki starfsmannsins komið.


Stjórnandi staðfestir

Stjórnandi getur hvenær sem er staðfest tíma starfsmanns þó auðvitað sé það oftast gert í lok launatímabils þegar starfsmaður hefur sjálfur staðfest tímana. 


Þegar stjórnandi ætlar að staðfesta tíma starfsmanna þá fer hann í Tímar -> Staðfesting tíma. Þar getur hann séð þá notendur sem eru í hans deild og þau launatímabil sem eru til staðar. Þar má smella á núverandi launatímabil sem til stendur að staðfesta tíma starfsmanna.



Tökum dæmi hér um að smellt sé á Júní tímabilið. Þá opnast það tímabil.



Hér sjást þeir notendur sem eru í deild stjórnandans. Þá sést hverjir hafa staðfest tímana sína og hverjir ekki. Stjórnandi hefur þægilega möguleika til þess að þrengja listann og fá til dæmis aðeins þá sem eiga eftir að staðfesta tímana sína.


Til þess að samþykkja tíma notanda þarf stjórnandi aðeins að smella á þann notanda og gefa samþykki sitt.



Þá er komið bæði samþykki starfsmanns og stjórnanda.


Launavinnsla og áhrif samþykkis

Sá sem vinnur laun sér sömu gögn og sér því hvenær starfsmaður hefur samþykkt og hvenær stjórnandi hefur samþykkt. Það er svo háð vinnulagi hvers fyrirtækis hver áhrifin eru á launavinnsluna.


Þegar spurt er um hvaða áhrif samþykkt stjórnanda hefur kerfislega innan Manor er ágætt að huga að þessum punktum.

  • Starfsmaður sér ekki hvort stjórnandi hafi samþykkt tíma eða ekki.
  • Samþykkt stjórnanda hefur enga kerfislega merkingu aðra en að skrá að samþykki sé til staðar.
  • Samþykki stjórnanda læsir ekki tímafærslum.