Mjög einfalt er að stofna verkþætti innan máls eða verks í Manor. Með verkþáttum er hægt að skipta máli eða verki upp í smærri þætti, skrá inn áætlun á hvern verkþátt o.fl.


Að stofna verkþætti

Til þess að stofna verkþátt er farið í mál eða verk og þar í hægri kanti er svæði sem heitir verkþættir. Þar er smellt á hnappinn stofna verkþátt.Að skrá færslur á verkþátt

Það er einfalt að skrá tíma, akstur, vörur eða kostnað á tiltekna verkþætti eftir því sem hentar hverju sinni. Hér sjáum við dæmi um tímafærslu sem verið er að skrá á tiltekið mál eða verk. Þegar verkþættir eru virkir þá er hægt að velja strax í mála eða verklista á hvaða verkþátt eigi að skrá.Það má alltaf skipta um skoðun síðar og færa færslur á milli verkþátta.


Að færa færslur á milli verkþátta

Þegar og ef færa þarf færslur á milli verkþátta er það mjög einfalt. Þá er farið í málið eða verkið, smellt á verkþáttinn, og upp koma færslur á þeim verkþætti. Þar Því næst þarf að velja þær færslur sem á að færa yfir á annan verkþátt og smell á hnapinn Flytja.Þá birtist gluggi þar sem velja má nýjan verkþátt. Svo er einfaldlega smellt á Flytja..Að skrá áætlun á verkþátt

Það er einfalt að setja áætlun á verkþátt í tímum talið eða upphæð. Þá er smellt á nafn verkþáttar og skráðar inn viðeigandi upplýsingar.Svo er magn eða upphæð skráð inn.Þá eru búið að virkja áætlun á þeim verkþætti. Manor fylgist svo með stöðunni og sundurliðar í vekrþættinum hvað sé komið upp í áætlun, hvað sé komið umfram, o.s.frv.Að sækja vinnuskýrslu um verkþætti

Að sækja vinnuskýrslu fyrir verkþætti er einfalt. Þá er farið í málið eða verkið og smellt á hnapinn Vinnuskýrsla efst til hægri. Þá kemur upp gluggi til þess að velja forsendur vinnuskýrslu. Ef verkþættir eru til staðar þá mun vinnuskýrslan skiptast upp eftir þeim verkþáttum. Auk þess má haka við að fá inn áætlun verkþátta í tímum og/eða upphæðum.Að gera reikninga með verkþáttum

Reikingar skiptast upp eftir verkþáttum með sama hætti og vinnuskýrslur. Við reikningagerð er hægt að ráða hvort rukka skuli einn verkþátt í einu eða marga.