Í Manor eru tvær útgáfur reikninga í boði. Annars vegar sundurliðaður reikningur og hins vegar samandreginn. Nákvæmt útlit reikninga veltur á því hvernig reikningagerðarkerfið stillir útlitinu upp en hér er notast við Manor reikningagerð og útlitið sem þar er í notkun.
Uppsetning reikninga er stillt per mál/verk í Manor og má sjá stillinguna með því að fara í málið og þar í forsendur málsins.
Sundurliðaður reikningur með öllum færslum
Með þessari uppsetningu birtast allar færslur sem verið er að rukka á reikningi. Það þýðir að reikningurinn er hálfgerð vinnuskýrsla um leið og hann er reikningur. Hver tímafærsla, akstursfærsla, o.s.frv. birtist þá á reikningum með dagsetningu skráningar og magntölu. Við mælum með þessari nálgun því hún er gegnsæ og minnkar líkur á óvissu um hvað sé verið að greiða fyrir sem veldur auknum líkum á að fá reikninginn að fullu greiddan.
Samantekinn reikningur með samtölum hvers taxta
Með þessari uppsetningu eru aðeins birtar samtölur á hverjum taxta. Í dæminu hér að neðan er notast við taxta sem bera nöfn starfsmanna. Hér koma engar nánari skýringar fram á reikningi yfir hvað var gert heldur aðeins hvaða taxti var notaður og hversu mikið samtals.
Þegar notast er við samandreginn reikning í máli útbýr Manor vinnuskýrslu með hverjum reikningi sem hægt er að framvísa eða senda viðskiptavini með sölureikningi ef vill. Vinnuskýrslan fjallar þá um efni reikningsins og kemur svona út.
Get ég kaflaskipt reikningi eftir verkþáttum?
Já minnsta mál. Ef notast er við verkþætti í máli/verki þá mun reikningur sjálfvirkt skiptast upp eftir verkþáttum.
- Sundurliðaður reikningur með öllum færslum
Reikningi fyrst skipt upp í verkþætti og svo koma allar færslur innan hvers verkþáttar í tímaröð.
- Samantekinn reikningur með samtölum hvers taxta
Reikningi fyrst skipt upp í verkþætti og svo koma samtölur hvers taxta innan verkþáttar í tímaröð.
Get ég valið hvort uppsetningin sé sjálfgefin?
Já það er ekkert mál. Hafi það aldrei verið stillt áður þá er sjálfgefið að reikningar sé sundurliðaðir en ef þú vilt breyta því er farið í Manor -> Stjórnun -> Stillingar -> Sundurliðaðir reikningar.