Að gefa út reikning með tengingu við DKAð tengja bókhaldskerfi er einföld aðgerð og fer eftir því hvaða bókhaldskerfi þú ert eða ætlar að nota fyrir fyrirtækið. Bókhaldskerfi hefur tvíþætt hlutverk í tengslum við Manor.
- Fjárhagur. Öll fyrirtæki þurfa að færa tekjur og gjöld í bókhaldskerfi og halda utan um eignir og skuldir. Til þess er notað fjárhagskerfi. Manor hefur enga aðkomu að færslu fjárhags nema hvað skráningu tekna snertir í gegnum sölukerfi (sjá lið 2) eða í gegnum sjálfstæða tekjuskráningu ef notast er við Manor sölureikninga.
- Sölukerfi. Algengt er að nota bókhaldskerfi til þess að gefa út sölureikninga. Ef þú kýst að gera það þá sér Manor um að útbúa forskrift reiknings sem lesin er inn í bókhaldskerfið svo út komi sölureikningur.
Hvernig tengi ég bókhaldið?
Það ræðst af því hvaða bókhaldskerfi þú vilt tengja. Hér er farið yfir þau sem Manor styður. Til þess að virkja tengingu við bókhaldskerfi er farið í Kerfisstjórn -> Stillingar -> Reikningagerð. Þar skal velja það bókhaldskerfi sem við á. Hver reitur er útskýrður í viðmótinu.
Hér eru svo leiðbeiningar fyrir reikningagerð eftir því hvaða kerfi var valið: