Hægt er að skrá atburði inn á kröfur sem varða kröfuna. Þetta geta verið hvaða atburðir sem er, allt frá mætingum yfir í fundi eða áminningar.


Að skrá atburð er einfalt. Þú ferð í kröfu og smellir þar á "bæta við".



Í listanum velur þú svo „Atburður“. Þá kemur upp viðmót til þess að skrá atburðinn. Þegar skráningu er lokið sést atburðurinn á tímalínu.



Atburðir sjást allir á forsíðu yfirliti í lista yfir næstu atburði og birtast þar til jafns við atburði í stefnum og öðrum málsskjölum.



Sjá notendur á þjónustuvef alla atburði?

Já. Þeir sjá atburði með sama hætti og innheimtuaðili.