Hægt er að setja upp eigið skipulag um stöður krafna í innheimtukerfinu. Það þýðir að hver innheimtuaðili getur mótað sín eigin innheimtuferli eftir því sem best hentar og nýtt Manor til fulls við stýringu krafna.
Hvað er staða?
staða er flokkunarlykill sem segir þér hvar krafa er stödd í þínu vinnuferli. Dæmigerð staða væri „Gefa út stefnu“ sem innihéldi þær kröfur sem búið væri að ákveða að stefna en enn ætti eftir að útbúa stefnu og gefa hana út. Notendur hafa frjálsar hendur með stöður og hægt er að gefa þeim lýsingu til þess að útskýra betur hvað hver staða þýðir.
Setja upp stöðu
Stöður eru búnar til og viðhaldið undir Uppsetning -> Stöður. Þar er hægt að stofna nýjar stöður, breyta stöðum sem þegar eru til eða eyða stöðu.
Nafn og flokkun á stöðum
Hægt er að velja hvaða nafn sem er á stöður. ÞEgar hægt er að velja stöðu hér og þar í kerfinu eru þær alltaf í stafrófsröð. Það þýðir að ef þú vilt flokka þær með einhverjum hætti þá verður að gera það með einhvers konar kerfi í nöfnum stöðunnar. Til dæmis 1.1 - 1.2 -1.3 eða A1, A2 o.s.frv. Hér má til dæmis sjá einfalda flokkun sem byggir á númerum.
Setja kröfu í stöðu
Allar kröfur geta verið í hvaða stöðu sem er. Notandinn hefur fullt vald yfir því hvaða staða er skráð á kröfu. Athugið þó að ekki er hægt að setja stöðu á kröfu sem er nú þegar í innheimtuáætlun. Áætlunin verður fyrst að klárast áður en hægt er að fara með kröfu í stöðu.
Til þess að setja kröfu í stöðu er farið í kröfuna og þar má sjá svæði fyrir stöðu kröfu fyrir ofan atburðarásinn. Þar þarf aðeins að velja stöðu fyrir kröfuna og þá er hún komin í þá stöðu. Til þess að færa kröfuna síðar í aðra stöðu er farið í hana og ný staða valin. Þá færist krafan yfir í þá stöðu. Hver krafa getur aðeins verið í einni stöðu í einu.
Staða sem tekur við eftir innheimtuáætlun
Hægt er að stilla hvaða staða taki við þegar innheimtuáætlun lýkur. Þá er farið í viðkomandi kröfuhafa, þar valinn kröfuflokkur og smellt á „stillingar kröfuflokks“.
Þar má sjá möguleika á að velja stöðu sem tekur við þegar áætlun lýkur. Alltaf má breyta þessari stöðu síðar.
Yfirlit yfir stöður
Á Yfirliti má sjá allar stöður í lista sem raðast í stafrófsröð og fjölda krafna í hverri stöðu.
Þegar smellt er á stöðu í þessum lista má sjá lista yfir kröfur í þeirri stöðu. Þar má svo velja aðra stöðu og sjá þær kröfur ef vill.
Eyða stöðu
Aðeins er hægt að eyða stöðu sem er án krafna og án kröfuflokka. Hægt er að færa kröfur yfir í aðrar stöður og eyða svo gömlu stöðunni ef hún inniheldur 0 kröfur.
- Hvað er án krafna? Það þýðir að engin krafa er í þeirri stöðu.
- Hvað er án kröfuflokka? Það þýðir að enginn kröfuflokkur hjá Kröfuhafa gerir ráð fyrir þessari stöðu þegar innheimtuáætlun líkur. Sjá Staða sem tekur við eftir innheimtuáætlun hér ofar.