Fyrst þarf að sækja Box Drive og setja það upp á tölvuna. Uppsetning er einföld.
Sækja BOX Drive
- Farið á vefsvæði Box Drive með því að smella hér.
- Veljið PC eða Mac.
- Þá hefst niðurhal á litlu forriti.
- Samþykkið niðurhalið.
- Keyrið svo skrána á tölvunni.
- Fylgið skrefum í uppsetningu.
Mögulegar villur:
- Ef þú færð villu á skjáinn um að þú hafir ekki réttindi til þess að setja upp Box þá þarftu að hafa samband við þann sem sér um tölvukerfið.
- Ef þú færð villu um rangan örgjörva þá þarftu að sækja, 32 bita útgáfu en ekki 64 bita útgáfu hjá Box.
Innskráning í BOX Drive
Þegar búið er að sækja Box Drive má skrá sig inn í það með einföldum hætti, Hver notandi í Manor fær sér notandanafn til notkunar í Box. Til þess að skrá sig inn má fylgja þessum skrefum.
- Sækja notandanafnið
Til þess að sjá hvaða notandanafn þú ert með hjá Box þarf að fara inn í Manor, velja þar nafnið þitt efst til vinstri. Þegar þangað er komið má sjá svæðið "Box" og þar er notandanafnið. Í þessu sýnidæmi er það gudrun.petursdottir@clients.manor.is
ATH: Ef þú sérð ekki BOX notendanafnið þitt þá á eftir að setja upp skjalvistun fyrir þig. Hafðu samband við þjónustuver í síma 546-8000 eða sendu póst á adstod@manor.is og það er afgreitt innan dagsins. - Opna Box Drive
Þegar þú ert komin með notandanafnið á hreint má opna Box Drive í tölvunni. Box finnur þú í verkfærastiku neðst til hægri í windows eða efst í verkfærastiku í Mac. - Skrá sig inn með BOX notandanafninu
Í reitinn Email Address skal setja BOX notandanafnið sem þú sóttir í skrefi 1. Því næst skal smella á hnappinn "Next". - Staðfesta innskráninguna með því að skrá sig inn í Manor
Hér er komið að því að virkja tenginguna við Manor. Þá notar þú sama netfang og lykilorð og þú notar til þess að tengjast Manor. Því næst er smellt á hnappinn "Virkja Box tengingu"
Mjög mikilvægt er að nota hér rétt netfang og lykilorð - það sama og þú notar til þess að tengjast Manor en ekki notendanafnið úr skrefinu hér á undan - Allt klárt
Þá er innskráningu í Box Drive lokið og allt klárt.
Hvar finn ég gögnin?
Til þess að opna Box drive, smelltu þá á Windows merkið í neðra vinstra horni (eða windows hnappinn á lyklaborðinu) og skrifaðu "Box".
Einnig má fara í "Box" í vinstri kanti hvaðan sem er þegar skjöl eru skoðuð eða vistuð.
Öll gögn sem geymd eru í Manor skjalavistun eru afrituð með margvíslegum hætti innan netþjóna Manor.
Er hægt að taka eigin afrit?
Já það er hægt. Við mælum ekki með því að afrit séu tekin á vinnustöð, flakkara, minniskort eða aðra sambærilega staði þar sem öryggis er þar verulega ábótavant. En ef notendur hafa öruggar leiðir til þess að varðveita gögnin þá geta þeir tekið sin eigin afrit með einföldum hætti. Fyrst þarf að setja upp Box drive og svo er hægt að afrita gögn möppunnar á aðra geymslustaði.