Kröfur sem eru í netbanka geta leyft innborgun að hluta. Það þýðir að skuldari þarf ekki að greiða kröfuna að öllu leiti heldur getur hann greitt inn á hana þegar honum hentar. Heildarupphæð kröfunnar (höfuðstóll + vextir + kostnaður) lækkar þá sem því nemur. Bankinn skiptir greiðslunni á milli kröfuhafa og innheimtuaðila eins og við aðrar innborganir.


Manor styður við hlutainnborganir og vinnur með þær í gegnum bankatengingar eins og aðrar innborganir. Kvittanir, skilagreinar og aðrir þættir verða til í Manor með sama hætti og í tilviki annarra innborgana. Manor greinir einnig hvenær lokagreiðsla berst og klárar málin með sjálfvirkum hætti og fullnaðarkvittun myndast við síðustu innborgun.


Kröfuhafi stýrir því hvort heimilt sé að borga inn á kröfu eða ekki. Algengast er að það sé ekki hægt en sumir kjósa að heimila hlutainnborganir.