Einfalt er að skrá kostnað í Manor. Best er að velja fjölnota hnapinn efst til hægri, smella þar á örina og velja "Skrá kostnað".
Þá birtist viðmót til þess að skrá kostnaðinn.
Hægt er að skrá ýmislegt við kostnaðarfærsluna en aðeins er nauðsynlegt að skrá í rauðmerkta reiti.
- Mál: Kostnaður er skráður á mál.
- Lýsing: Útlistun á því hvað fólst í kostnaðinum.
- Upphæð: Sú upphæð sem lögð var út með vsk.
- Upphæð til greiðslu: Ef þú vilt að viðskiptavinurinn greiði aðra tölu en lögð var út þá má skrá hana hér.
- VSK flokkur: Þú velur VSK flokk sem gilti um útlagða kostnaðinn.
- Viðtakandi: Sá sem þú greiddir kostnaðinn til, þ.e.a.s. sá sem tók við peningunum.
- Greitt þann: Dagsetning greiðslu.
- Greiðandi: Sjálfgefið er að viðskiptavinur málsins greiði en það má einnig velja annan viðskiptamann ef vill.
Þegar búið er að skrá allar upplýsingar er smellt á Vista kostnað og er þá skráningu á kostnaði lokið.