Það er einfalt að eyða kostnaði sem búið er að skrá á mál í Manor. Þá er farið í málið sjálft og svæðið Kostnaður fundið í vinstri dálki málsins. Þar má smella á "Sjá meira.."Þá birtist yfirlit yfir allar kostnaðarfærslur í málinu. Hægt er að haka við þær færslur sem á að eyða.
Þegar búið er að haka við réttar færslur má velja rauða Eyða hnappinn efst til hægri. Þá spyr Manor hvort þú sért viss og þú getur staðfest að eyða færslunni.