Það er einfalt að stofna verkefni í Manor. Verkefni er eitthvað sem þarf að klára. Það þarf ekki að vera tímasett þó það sé hægt. Til þess að stofna verkefni er farið í bláa Stofna hnappinn efst til hægri í Manor.Þá birtist viðmót til þess að skrá inn upplýsingar um atburðinn. Aðeins er nauðsynlegt að skrá það sem er * rauðmerkt með stjörnu.Það sem hægt er að skrá um verkefni er eftirfarandi.


* Nafn verkefnis

  • Gott er að gefa verkefninu lýsandi nafn svo það sé augljóst hvað þurfi að gera við að sjá verkefnið í verkefnalista.

Mál

  • Hægt er að hengja verkefnið á tiltekið mál en það er þó ekki nauðsynlegt.

* Útlhlutað til

  • Sjálfgefið er að þú vinnir verkefnið og það sé því úthlutað þér. Það er hins vegar einfalt að úthluta verkefninu á einhvern samstarfsmann ef hann á að bera ábyrgð á því.

Dagsetning

  • Ef verkefninu á að vera lokið á tilteknum degi þá má setja dagsetningu. Verkefni með dagsetningu fá sérstaka athygli þegar dagsetningin nálgast með sérstökum merkinum um að verkefni sé á dagskrá á morgun eða í dag. Einnig má sleppa dagsetningu og er verkefnið þá ótímasett.

Tímasetning

  • Verkefni sem er dagsett getur einnig verið tímasett. Það er þægilegt að tímasetja verkefni ef það á við til dæmis ef skila þarf greinargerð fyrir kl 10 á tilteknum degi. Tímasetning opnar einnig möguleika á að fá nákvæmar áminningar.

Fyrri áminning

  • Manor getur sent þér áminningu um verkefni á þeim tíma sem þú kýst, hvort sem það er 1 klst fyrir tímasetningu eða mörgum klst fyrr.

Seinni áminning

  • Sama og fyrri áminning nema önnur ef vill. 

Lýsing

  • Lýsing verkefnis er gagnleg og þá sérstaklega ef verið er að úthluta verkefni til annarra.


Lokið

  • Þegar og ef verkefni er lokið er gott að haka við Lokið.Þegar búið er að skrá inn allar upplýsingar er smellt á Vista verkefni.