Reglulega koma uppfærslur á Box Drive sem mikilvægt er að setja inn um leið og skilaboð sjást þess efnis. Þegar þú sérð blátt merki við Box Drive merkið neðst til hægri á skjánum og textann "Update Ready" þegar þú opnar Box Drive viðmótið.


Mikilvægt: Áður en uppfærsla hefst er mikilvægt að loka öllum skjölum sem eru í vinnslu hjá þér og eru hýst í Manor Skjalavistun sem keyrir á Box.


Skrefin til þess að uppfæra eru þessi:


  1. Finna Box Drive í svæði neðst til hægri á skjánum. Stundum þarf að smella á gogginn sem vísar upp til að sjá allt sem er í boði.


  2. Smella á Box Drive. Fá upp viðmótið og smella á tengilinn "Update Available"

  3. Þá kemur gluggi um að nú verði að loka Box Drive til þess að uppfærslan geti hafist.



  4. Þá lokast Box Drive, uppfærslan keyrist og Box Drive ræsir sig aftur. Þegar þessu er lokið sérðu Box merkið aftur í svæðinu niðri til hægri.



  5. Ef þú smellir á merkið má sjá að tengillinn "Update Available" er farinn.



  6. Uppfærslunni er lokið.


Hvað ef Box startaði sér ekki eftir uppfærsluna?

Ef það gerist þá þarf að ræsa Box sérstaklega. Það er gert með því að smella á Windows merkið neðst til vinstri á skjánum.



Skrifa þar "Box" og velja Box forritið sem þar birtist í leitarniðurstöðum.



Þá keyrist Box og sést því næst í svæði neðst til hægri á skjánum.