Kröfukerfi bankanna starfar ekki í rauntíma og eru fjölmargir útreikningar framkvæmdir utan opnunartíma bankanna. Þá er sólahringur bankanna ekki hefðbundinn og bankadagar aðeins virkir dagar þegar kemur að kröfum. Áhrifin af þessu er aðallega þrenns konar.

  1. Greiðsla sem framkvæmd er eftir kl 21. bókast á næsta mögulega bankadag.
  2. Greiðsla sem framkvæmd er um helgi bókast á næsta mögulega bankadag.
  3. Innheimtuaðilar frétta af greiðslu inn á kröfur einum bankadegi síðar en nemur bókunardegi.


Þetta leiðir af sér eftirfarandi virkni:


Greitt fyrir kl 21 á:
Greiðsla bókast á bankadag:
Greiðsla birtist kl 05:30 á:
Mánudag
Mánudag
Þriðjudag
Þriðjudag
Þriðjudag
Miðvikudag
Miðvikudag
Miðvikudag
Fimmtudag
Fimmtudag
Fimmtudag
Föstudag
Föstudag
Föstudag
Laugardag
Laugardag
Mánudag
Þriðjudag
Sunnudag
Mánudag
Þriðjudag


Það er ágætt að átta sig betur á þessu með nokkrum dæmum.


Sýnidæmi 1.
Skuldari greiðir kröfu kl 18 á mánudegi.
Greiðslan er skráð á mánudaginn.
Innheimtuaðili fréttir af greiðslunni að morgni þriðjudags.


Sýnidæmi 2.
Skuldari greiðir kröfu kl 22 á mánudegi.
Greiðslan er skráð á þriðjudaginn.
Innheimtuaðili fréttir af greiðslunni að morgni miðvikudags.


Sýnidæmi 3.
Skuldari greiðir kröfu kl 09 á laugardegi.
Greiðslan er skráð á mánudaginn.
Innheimtuaðili fréttir af greiðslunni að morgni þriðjudags.


Gerir Manor ráð fyrir þessum tímaskekkju þegar bréf eru send?

Já. Gert er ráð fyrir þessu og ef bréf fer frá innheimtuaðila og svo kemur í ljós að krafan var greidd þá er kostnaður við bréfið felldur niður.

Nánar er fjallað um hvernig farið er með bréf vegna tímaskekkju hér.