Þar sem bankatenging er til staðar og kröfur eru sóttar með sjálfvirkum hætti gildir þessi ferill kröfu ef skuldari lendir í vanskilum.


  1. Kröfuhafi gefur út sölureikning í bókhaldskerfi og stofnar um leið kröfu.
  2. Kröfuhafi sendir kröfuna rafrænt til viðskiptabanka síns.
  3. Bankinn stofnar kröfuna í innheimtukerfi bankanna.
  4. Skuldari sér kröfuna í sínum netbanka.
  5. Krafan fellur á eindaga.
  6. Innheimtuaðili sér kröfuna í Manor Collect.
  7. Innheimtuaðili sendir bréf og bætir kostnaði á kröfuna í bankakerfinu.
  8. Skuldari greiðir kröfu í heild sinni.
  9. Bankinn skiptir greiðslu á milli kröfuhafa og innheimtuaðila.
  10. Málinu lokið.