Innheimtuáætlun er sjálvirkt ferli sem segir Manor hvernig eigi að haga innheimtu kröfunnar. Áætlun getur falið í sér bréfasendingar, símtöl, flutning milli innheimtustiga o.fl.


Að stofna innheimtuáætlun

Hægt er að stofna eins margar innheimtuáætlanir og hentar. Áætlanir eru búnar til undir "Uppsetning" og þar "Áætlanir".


save image


Hér má stofna áætlun með því að smella á bláa plúshnappinn efst til hægri. Þá kemur viðmót þar sem hægt er að skrá skref áætlunarinnar.


save image


Dagafjöldinn í fyrsta dálki er fjöldi frá því að áætlun hefst. Allar línur er taldar frá fyrsta degi. Þar sem segir t.d. að Milliinnheimtubréf 2 eigi að fara út 20 dögum frá því að áætlun hófst, en ekki 20 dögum frá því að skrefið á undan átti sér stað. Allar aðgerðir eru taldar frá fyrsta degi.



Að velja áætlun fyrir kröfuflokk

Í stillingum kröfuflokks hjá kröfuhafa er hægt að tilgreina áætlun sem þá gildir um allar kröfur í þeim flokki. Allar kröfur sem eru stofnaðar inn í flokkinn, hvort sem það er úr sjálfvirkri innheimtu í gegnum bankatengingu eða með handvirkum hætti, munu þá fara eftir þeirri áætlun. Þá er farið í kröfuhafann og valinn flokkur og smellt á flipann "stillingar".


save image


Hér má einnig velja hve margir dagar eigi að líða frá eindaga þangað til innheimtuáætlunin hefst.


Hér má einnig setja aðgerðarhlé á flokkinn sem þýðir að allar kröfur í flokknum stöðvast hvað áætlanir varðar. Þetta getur verið gagnlegt ef kröfuhafi vill stöðva alla innheimtu í ákveðnum flokki af einhverjum ástæðum.


Að sjá áætlun í kröfum

Þegar krafa er stofnuð í flokk sem hefur skilgreina innheimtuáætlun þá má sjá skrefin í áætluninni og hverjum er lokið og hvað er næst í svæðinu "áætlun" efst til hægri í kröfunni. Búið er að haka við þau skref sem búin eru og píla bendir á það sem er næst.


save image


Hvað getur tafið áætlun?

  • Ef settur er frestur á kröfu þá stöðvast áætlunin og heldur svo áfram þegar fresti er lokið.
  • Ef samningur við skuldara er í gildi þá frestar samningur öllum skrefum áætlunar.
  • Ef aðgerðarhlé er á kröfuflokknum þá stöðvast allar kröfur í þeim flokki.


Get ég valið áætlun fyrir staka kröfu?

Nei það er ekki hægt. Kröfur eru alltaf í kröfuflokkum og áætlanir eru skilgreindar fyrir flokkana.


Get ég skipt um áætlun á kröfu?

Nei það er ekki hægt. Áætlanir eru mjög ólíkar og ef skipt væru um áætlun raskast allir ferlar kröfunnar þar sem t.d. sumt er búið og annað ekki.


Ef ég set áætlun á kröfuflokk, fer þá allt sem er í flokknum í þá áæltun?

Nei. Aðeins þær kröfur sem stofnast inn í flokkinn héðan í frá fá þá áætlun.