Leiðréttingar geta átt sér ýmsar ástæður. 


  • Ef innborgun var skráð á rangt mál.
    Þá má skrá neikvæða innborgun með sömu upphæð og ráðstafa með sama hætti nema allar tölur neikvæðar. Það hefur þá öfug áhrif á allt sem innborguninni tengist og sú vitlausa núllast út.

  • Ef færa þarf upphæðir á milli liða í kröfunni.
    Þetta gerist oft ef ákveðið er að klára kröfuna með öðrum hætti en engar fleiri innborganir eru væntanlegar. Þá er hægt að gera tóma innborgun (0 kr.) og færa svo á milli liða með því að setja mínustölu þar sem á að lækka og plústölu þar sem á að hækka. Samtala slíkrar innborgunar er alltaf 0 kr.