Innborgun á kröfu getur ýmist veirð handvirk eða sjálfvirk. Ef handvirk þá þarf innheimtuaðili að skrá innborgunina og ráðstafa henni. Ef sjálfvirk þá gerir Manor það sjálfvirkt eftir upplýsingum frá bankanum.


Við handvirka skráningu innborgana á kröfur þarf að fara á viðkomandi kröfu og fara neðst til vinstri í svæðið "Innborganir".


save image


Þar er smellt á "Bæta við"


save image


Hér er skráð:


 • Dagsetning greiðslunnar
  • Hefur mikil áhrif á útreikning eftirstöðva og vaxta.
 • Upphæð
  • Upphæð greiðslunnar sem barst frá skuldara. Heildarupphæð greiðslunnar.
 • Kennitala greiðanda
  • Sjálfgefið er að greiðandi sé skuldarinn en stundum er það einhver annar.
 • Lýsing
  • Valkvætt er að skrá lýsingu á greiðslunni. Ekki nauðsynlegur reitur.
 • Greitt til kröfuhafa fyrir innheimtu
  • Stundum hefur einhver hluti kröfunnar verið greiddur beint áður en innheimta hófst. Ef þessi innborgun er þess eðlis má haka við það.


Svo er innborgunin skráð með því að smella á "Vista"
Eftir að búið er að skrá innborgun þarf að ráðstafa henni og ákvarða skiptingu á milli höfuðstóls, vaxta, áfallins kostnaðar, útlagðs kostnaðar o.fl. Mikilvægt er að hafa í huga að innborgun hefur ekki áhrif á kröfuna fyrr en búið er að ráðstafa henni.


ATH: Næsta skref er svo að ráðstafa greiðslunni. Allt um það hér.