Þegar skuldari greiðir beint til innheimtuaðila telst innheimtan vera handvirk, þ.e.a.s. uppgjör er handvirkt en ekki sjálfvirkt í kerfum bankanna. Slík meðferð felur í sér handvirka ráðstöfun fjár og handvirka skráningu í Manor.


Venja er að skuldari greiði inn á vörslureikning innheimtuaðila sem svo fer daglega yfir innborganir dagsins og færir inn í Manor þar sem við á. Þetta er nauðsynlegt skref því án þess þekkir Manor ekki stöðu málsins og mun halda áfram aðgerðum skv. áætlun.