Til þess að nálgast bókhaldsgögn fyrir sjálfvirka innheimtu má sækja skrár á fyrir hvern almanaksmánuð og lesa inn í bókhaldskerfi. Skrárnar eru aðgengilegar með ví að fara í "Innborganir" í vinstri valmynd og velja svo "Innheimtukerfi bankanna".


save image


Þar má velja mánuð og ár úr flettilista og svo smella á viðeigandi hnapp. Hnapparnir eru þrír og skila þeir hver sinni skránni.

 • Dagbók
 • Reikningar
 • Yfirlit kröfuhafa


Dagbókarskrá

Hér verður til skrá með nafnaskipulaginu Dagbok.ár-mánuður.csv (t.d. Dagbok.2017-05.csv) sem er listi yfir færslur sem færa þarf fyrir allar sjálfvirkar innborganir á umræddu tímabili. Þegar skráin er lesin inn í DK verður til óyfirfarin og óbókuð dagbók. Færslurnar eru þessar:

 • Debet: Bankareikningur.
 • Kredit: Kröfuhafi.


Reikningaskrá

Hér verður til skrá með nafnaskipulaginu Reikningar.ár-mánuður.xml (t.d. Reikningar.2017-05.xml) sem er listi yfir sölureikninga sem bóka þarf til þess að færa tekjur innheimtuaðila til bókar. Skráin inniheldur tvær tegundir af sölureikningum. Við innlestur verða til óbókaðir sölureikningar.

 • Sölureikningur vegna innheimtutekna.
  Sölureikningar án vsk fyrir innheimtuþóknun innheimtuaðila. Þessir reikningur er gefinn út til þess að færa tekjur innheimtuaðila í bækur hans. Skuldari hefur þegar greitt þennan reikning þegar hann gerði upp skuldina. Misjafnt er hvort þessi reikningur sé sendur á kröfuhafa þar sem skuldari hefur þegar greitt hann.

 • Sölureikningur vegna vsk.
  Sölureikningur fyrir vsk er eingöngu gefinn út á kröfuhafa þegar hann er vsk skyldur en í þeim tilvikum greiðir skuldari ekki vsk af innheimtuþóknun heldur kröfuhafi. Þegar gefinn er út sölureikningur vegna vsk skal nota vöru sem skráð er þannig að hún tekjufærist ekki heldur færist á réttan vsk lykil enda um innskatt innheimtuaðila að ræða.


Yfirlit kröfuhafa

Skrá með nafninu Yfirlit_krofuhafa.ár-mánuður.pdf (t.d. Yfirlit_krofuhafa.2017-05.pdf) verður til og er listi yfir greiddan áfallinn kostnað hjá viðkomandi kröfuhafa. Skráin inniheldur alla kröfuhafa þar sem greitt var inn á kröfur í þeim mánuði. Hver kröfuhafi er á sér síðu. Þetta skjal er notað til þess að sundur greina það sem stendur á sölureikningi og vsk reikningi í fyrri skrefum. Venja er að senda þessa sundurliðun með reikningum.


Röð aðgerða við innlestur

DK vinnur með þeim hætti að fyrst eru lesnir inn reikningar og þeir kröfuhafar sem eru nýir eru stofnaðir í viðskiptamannaskrá DK. Þetta gerist ekki við innlestur dagbókar og því mikilvægt að lesa skjölin inn í þessari röð.

 1. Reikningar
 2. Dagbók