Hér má sjá dæmi um hvað gerist í bókum innheimtuaðila þegar send er út innheimtuviðvörun á skuldara sem í kjölfarið greiðir kröfuna auk kostnaðar í netbanka.
Aðili sem er vsk skyldur
Atburður | Upphæð | Færsla | Bókhaldslykill |
Skuldari greiðir kostnað. ( 950 kr + ekki vsk) | 950 kr. | Debet | Bankareikningur |
950 kr. | Kredit | Kröfuhafi | |
Sölureikningur gefinn út á kröfuhafa. | 950 kr. | Debet | Kröfuhafi |
950 kr. | Kredit | Veitt innheimtuþjónusta (sala) | |
Sölureikningur gefinn út á kröfuhafa fyrir vsk eingöngu. | 228 kr. | Debet | Kröfuhafi |
228 kr. | Kredit | Innskattur | |
Vsk greiddur af kröfuhafa. | 228 kr. | Debet | Bankareikningur |
228 kr. | Kredit | Kröfuhafi | |
Aðili sem er undanþegin vsk.
Atburður | Upphæð | Færsla | Bókhaldslykill |
Skuldari greiðir kostnað. | 1.178 kr. | Debet | Bankareikningur |
1.178 kr. | Kredit | Kröfuhafi | |
Sölureikningur gefinn út á kröfuhafa. | 950 kr. | Debet | Kröfuhafi |
950 kr. | Kredit | Veitt innheimtuþjónusta (sala) | |
Sölureikningur gefinn út á kröfuhafa fyrir vsk eingöngu. | 228 kr. | Debet | Kröfuhafi |
228 kr. | Kredit | Innskattur |
Bókhaldslyklar
Skýringar á bókhaldslyklum hér að ofan:
- Bankareikningur: Breytilegur lykill eftir því hvaða banki á í hlut. Sjá nánar Sjálfvirk innheimta á bls. 8.
- Kröfuhafi: Númer kröfuhafa í viðskiptamannabókhaldi. Oftast kennitala kröfuhafa.
- Veitt innheimtuþjónusta: Lykill fyrir sölutekjur sem fært er á við gerð sölureiknings í takt við vöruspjald.
- Innskattur: Sá hluti vsk bókhalds er heldur utan um greiddan vsk fyrirtækis og er andstæða útskatts. Kemur til lækkunar á vsk greiðslu félags til tollstjóra.