Krafa í Manor er mál sem kröfuhafi heldur úti gagnvart skuldara. Krafa í Manor er sett upp með myndrænum hætti svo einfalt sé að átta sig á röð atburða á tímalínunni og fljótlegt sé að finna það sem leitað er eftir í ólíkum svæðum kröfunnar.


Útlit kröfu

Manor birtir kröfur með myndrænum hætti. Hér má sjá kröfu sem farið hefur í gegnum áætlun og ýmislegt hefur gerst á tímalínu.


save image


Uppruni krafna

Krafa verður til í viðskiptum á milli málsaðila en berst innheimtuaðila með tvenns konar hætti.

  • Með handvirkum hætti, krafan berst á pappír, með símtali eða í tölvupósti.
  • Með rafrænum hætti, krafan er sótt í banka þar sem kröfuhafi hafði stofnað hana í innheimtukerfi bankanna.


Innheimtustig

Hver krafa getur verið á einu innheimtustigi á hverjum tíma. Stigin eru fjögur talsins.

  1. Fruminnheimta
  2. Milliinnheimta
  3. Löginnheimta
  4. Kröfuvakt


Aðilar kröfu

Krafa hefur alltaf kröfuhafa og svo einn eða fleiri mótaðila sem geta verið:

  • Skuldari
  • Meðskuldari
  • Ábyrgðarmaður
  • Tengiliður
  • Veðsali
  • Fyrirsvarsmaður.


Þættir kröfu

Krafa inniheldur fjölda atriða sem Manor birtir með myndrænum og aðgengilegum hætti. Helstu þættir kröfu eru:

  • Forsendur
    • Aðilar
    • Vaxtatafla
    • Lýsing
    • Fyrningardagur
    • Stofndagur
  • Gjalddagar
    • Einn eða fleiri.
    • Eindagi skráður ef vill.
  • Áfallinn kostnaður
  • Útlagður kostnaður
  • Kostnaður kröfuhafa
  • Fylgiskjöl
  • Veð
  • Innborganir