Það er einfalt að reikna vexti til ákveðins dags í máli í Manor. Sú aðgerð er algeng um áramót þegar kröfuhafar þurfa á fá stöðu á öllum kröfum vegna uppgjörs eða ef innheimtuaðili þarf að sjá hvernig krafa stóð á tilteknum degi í fortíðinni. Þú ferð í "Kröfuhafar" og velur þar þann kröfuhafa sem á kröfuna sem um ræðir, velur svo flipann "Stöðulisti". Þá birtist viðmót til þess að velja dagsetningu og innheimtustig.


save image


Þegar búið er að velja dag og innheimtustig er smellt á hnappinn "Uppfæra". Þá birtist listi yfir allar kröfur (ef valið var öll innheimtustig) og allar stærðir kröfunnar miðast við hina völdu dagsetningu. Reiknað er út þann dag sem valinn var og miðast stærðir því við "lok dags á völdum degi".

  • Höfuðstóll: Eins og hann var í lok dags.
  • Vextir: Eins og þeir voru í lok dags.
  • Kosntaður kröfuhafa: Sá kostnaður sem fallið hafði til fram að loku dags.
  • Þegar greitt: Það sem hafði verið greitt inn á kröfuna fram að lokum dags.
  • Eftirstöðvar: Heildarstaða kröfunnar í lok dags.


Útreikningar taka tíma

Athugið að það getur tekið frá nokkrum sekúndum upp í 1-2 mínútur að fá uppreiknaðan stöðulista ef mjög margar kröfur eru hjá kröfuhafanum. Ástæðan er sú að bakvið tjöldin þarf að reikna hvern einasta dag í lífi kröfunnar og taka tillit til allra þátta. Ef kröfurnar eru t.d. 200 talsins og allar ársgamlar þá eru það 73.000 vaxtadagar sem þarf að reikna og taka tilllit til allra annarra atriða svo sem innborgana, uppsöfnun vaxta, áfallins kostnaðar, útlagðs kostnaðar, o.s.frv. Mikilvægt er að smella ekki á Refresh ef aðgerin tekur nokkra stund.Hefur það áhrif á kröfurnar að breyta dagsetningu í stöðulista?

Nei það hefur engin áhrif. Listinn er einnota og hefur engin áhrif á kröfuna sjálfa. Engu er breytt í kröfunni og það er hægt að breyta dagsetningu aftur og aftur og uppfæra stöðulista án þess að það hafi nokkur áhrif á kröfurnar sjálfar.