Mjög þægilegt er að sjá hvað er óreikningsfært hjá fyrirtækinu í heild í Manor. Þú ferð í "Reikningar" og smellir á hnappinn "Gefa út reikning".


save image


Þá birtist gluggi með stöðunni eins og hún er núna. Efst er heildarstaðan hjá stofunni og svo kemur listi yfir öll mál með óreikningsfærða stöðu.


save image


Listinn sýnir heildarstöðu hvers máls, þ.e. samtölu allra óreikningsfærðra atriða svo sem tíma, akstur, vörur og kostnað.


Hvað með mál í erlendri mynt?

Þau eru reiknuð yfir í íslenskra krónur í þessu yfirliti. Þegar þú smellir á málið sérðu hvernig staðan er í mynt málsins. Gengi hvers dags er notað við að sýna stöðuna. Þetta er gert til þess að geta sýnt heildarstöðu allra mála með læsilegum hætti.