Það er mjög einfalt að beina gestum inn á vefslóð hjá þínu fyrirtæki sem í raun vísar á þjónustuvefinn þinn hjá Manor.


Ef vefsíða fyrirtækisins er til dæmis:


http://www.fyrirtaeki.is


Þá gæti vefslóðin á þjónustuvefinn verið:


https://thjonusta.fyrirtaeki.is


Hvað þarf að gera tæknilega?

Sá sem sér um vefsíðuna hjá fyrirtækinu getur með einföldum hætti bætt eftirfarandi færslu í DNS hjá fyrirtækinu. Í dæminu er gert ráð fyrir að vefslóðin hjá þínu fyrirtæki sé fyrirtaeki.is og að þjónustuvefurinn eigi að vera á slóðinni thjonusta.fyrirtaeki.is


Þá þarf að setja inn þessa færslu:


thjonusta.fyrirtaeki.is. CNAME clients.manor.is.


Ef SPF færsla er til staðar, þá þarf að bæta eftirfarandi við hana svo þú getir sent póst innan úr Manor beint á notendur þjónustuvefsins.



include:clients.manor.is


Þegar búið er að setja upp DNS hjá þér þarf að stilla nokkur atriði hja Manor áður en slóðin verður virk.


DNS er tilbúið, hvað gerist nú?

Hafðu samband við okkur í þjónustuveri í síma 546-8000 eða sendu okkur tölvupóst á [email protected] og við afgreiðum málið okkar megin. Oftast klárast uppestning innan dagsins ef búið er að setja upp DNS færslur eins og lýst er að ofan.