Til þess að hætta í áskrift þarf að fara í Manor, fara þar í Kerfisstjórn -> Notendur.Þar er smellt á notandann sem á að hætta í áskrift. Þá kemur upp gluggi með stillingum þess notanda.Um leið og búið er að gera notandann óvirkan þá er áskrift hans lokið. Ekki verður rukkað fyrir frekari notkun nema notandinn sé gerður virkur á ný.


Hverfur notandi sem ég geri óvirkan?

Nei. Notandinn og allt sem honum tengist verður áfram í Manor. Það eina sem gerist er að áskriftargreiðslur hætta og aðgangur viðkomandi verður óvirkur.