Mjög einfalt er að greiða fyrir áskrift að Manor. Rukkað er með kröfu í netbanka og er greiðslufrestur 14 dagar. Eingöngu er rukkað fyrir þá notendur sem virkir eru. Áskrift er rukkuð í upphafi hvers mánaðar fyrir þann mánuð sem þá hafinn er. Þannig er rukkað 1. janúar fyrir aðgang að Manor í janúar.


En ef áskrift hefst um miðjan mánuð?

Þá er fyrsta greiðsla þann 1. næsta mánaðar fyrir þann mánuð sem þá hafinn er auk þeirra daga sem nýttir voru af fyrri mánuði.


Dæmi:

Notandi byrjar 15 janúar. Þá eru 15 - 16 janúar nýttir sem gera 16 daga eða 16/31 = 0,48 mánuðir.


Þá er næsti reikningur sem gefinn er út 1 febrúar svona:

    Notkun í janúar: 0,48 x mánaðargjald

   Notkun í febrúar: 1 x mánaðargjald


En ef notandi hættir um miðjan mánuð?

Uppsögn notanda telst frá næstu mánaðarmótum eftir að uppsögn berst. Ef uppsögn berst 15 janúar þá er nú þegar búið að greiða fyrir janúar mánuð þann 1. janúar og lifir áskriftin þá út janúar og lýkur þar með.