Manor hjálpar þér að finna tíma til þess að skrá. Tillögurnar vísa að öllu jöfnu á mikinn fjölda tíma sem gleymst hefði að skrá og rukka. Manor sækir tillögur að tímaskráningum á fjölmarga staði innan og utan kerfis.


Hvaðan koma tillögurnar?

Manor nýtir allt sem vitað er um aðgerðir innan kerfisins, svo sem aðgerðir í málum/verkum, hafin eða lokin verkefni, skráða atburði, aðgerðir í rannsóknum, skráningu á vörum eða kostanði ofl.


Þá tengist Manor við önnur kerfi og sækir þangað tímaskráningar. Má þar nefna


Hvar sjást tillögur að tímaskráningum?

Hér má sjá grafíska viðmótið til þess að skrá tíma. Sjá má að nokkrir dagar eru með grænan bakgrunn við nafn vikudagsins. Það þýðir að Manor er með tilbúnar tillögur að tímaskráningu fyrir þessa daga. Rauði teljarinn telur þau mál sem Manor leggur til að gætu fengið tímafærslu.


save image



Þegar smellt er á vikudaginn opnast viðmót með tillögunum fyrir þann dag.




Hér má sjá þær tillögur sem Manor leggur til fyrir þennan dag. Til þess að nýta tillögu og skrá tíma þá einfaldlega dregurðu tillöguna yfir á vikudaginn og sleppir. Þá kemur upp gluggi til að skrá frekari smáatriði.



Hvenær hverfa tillögurnar?

Um leið og tillaga er nýtt hverfur hún úr listanum. Jafnframt hverfa þær ef þú smellir á hnappinn "sleppa tillögu". Ef þú nýtir ekki tillögurnar þá verða þær aðgengilegar til framtíðar.


Hvernig skapa tillögurnar mestar tekjur?

Þeir sem temja sér það vinnulag að fara yfir tillögurnar í lok dags eru þeir sem fá mestar tekjur út úr tillögunum og eru nær því að hafa skráð allar tekjur sem mögulegt var að skrá.