Efst til vinstri í Manor er leitarreitur sem leitar í málum og viðskiptavinum sem til eru í Manor. Best er að nota þennan reit alltaf þegar leitað er að einhverju þar sem hann er alltaf aðgengilegur og leitin er gríðarlega fljót. Niðurstöður uppfærast við hvern staf sem þú slærð í leitarreitinn.Þú getur skrifað hvað sem er í reitinn, hvort sem það er heilt orð eða orðhluti.