Það er einfalt að virkja tenigngu við bókhaldskerfi í Manor. Fara þarf í Kerfisstjórn og velja þar Stillingar.


save image


Að velja bókhaldskerfi

Í svæði sem nefnist Reikningagerð er hægt að velja hvaða bókhaldskerfi er í notkun. Það fer eftir kerfum hvort það birtist annað svæði fyrir neðan með sérhæfðum stillingum fyrir það bókhaldskerfi. í myndinni hér að ofan birtast t.d. sérhæfðar stillingar fyrir Reglu.


Að skrá bókhaldsupplýsingar

Fyrir öll bókhaldskerfi þarf að skrá inn upplýsingar um bókun tekna. Þá er skráð inn vörunúmer fyrir vinnu, akstur, vörur, o.s.frv. Þessi númer má nálgast í bókhaldskerfinu sjálfu undir Vörubirgðir. Ef atriðin eru ekki þar gæti þurft að stofna þau sérstaklega. Tryggja þarf að númerin séu þau sömu bókhaldsmegin og Manor megin svo að tekjur bókist rétt.