Að gefa út reikning í Manor er einfalt. Hægt er að velja tengingu við ýmis bókhaldskerfi en það má einnig sleppa því. Hér er farið yfir útgáfu reiknings með tengingu við DK bókhaldskerfi. Viðmótið er sett upp með það fyrir augum að reikningagerð sé eins einföld og hægt sé að hugsa sér. Til þess að gefa út reikning ferðu í "Reikningar" í vinstri valmyndinni. Þá kemur upp liti yfir reikninga sem hafa þegar verið gefnir út. Til þess að gefa út nýjan er smellt á "Gefa út reikning" hnappinn efst til hægri.
Eftir að smellt er á hnappinn kemur upp viðmót til þess að velja hvaða mál þú ætlar að gefa út reikning vegna. Efst sérðu hversu mikið er útistandandi alls, svo koma leitarmöguleikar og síur, og svo koma málin sem hafa einhverja óreikningsfærða stöðu í lista.
Ágætt er að átta sig vel á leitarmöguleikum og síum í þessu viðmóti.
- Hraðsía: Hér er hægt að skrifa leitarorð í leittarreitinn ef málin eru mörg og þú ert að leita að tilteknu máli.
- Viðskiptavinasía: Hér er hægt að velja tiltekinn viðskiptavin.
- Ábyrgðarmannasía: Hægt er að sjá mál hjá tilteknum ábyrgðarmönnu.
- Opin/lokuð sía: Hægt er að sjá aðeins opin mál, lokuð mál, eða bæði.
- Tímabilsveljari: Aftast er svo hægt að velja tímabil og þá sést aðeins það sem er óreikningsfært á því tímabili.
Einfalt er að blanda síunum saman til þess að fá tiltekna niðurstöðu.
Þá er komið að því að skulda út. Þá er mál valið úr listanum.
Þá kemur upp viðmót með málinu sjálfu og þar má velja þau atriði sem á að reikningsfæra.
Hér skal velja dagsetningu reiknings, haka svo við þær línur sem á að útskulda og smella á "Vista reikning".
Aðrir möguleikar eru þessir:
- Ef þú vilt breyta færslu: Smelltu á færsluna sjálfa og hún opnast í öðrum glugga. Þar geturðu breytt texta, magni, o.s.frv.
- Ef þú vilt færa færslu yfir á annað mál: Þá hakarðu eingöngu við þá færslu, eina eða fleiri, og smellir á hnapinn "Flytja valdar línur".
- Ef þú vilt breyta kjörum málsins: Þá smellirðu á hnapinn "Kjör" efst til hægri. Þá opnast annar gluggi þar sem þú getur tilgreint kjör málsins.
- Ef þú vilt bæta við fleiri tímum, akstri, vörum, kostnaði: Smelltu þá á goggin til hægri í hnappnum "Skrá tíma".
- Ef þú vilt skrifa athugasemd á reikninginn: Skráðu þá upplýsingar í reitinn "Athugasemd" og þær birtast á reikningi.
Þegar búið er að vista reikning eru öll atriðin sem voru valin merkt sem reikningsfærð í Manor og ekki hægt að breyta þeim hér eftir (nema eyða reikningi).
Þegar búið er að vista birtist þetta viðmót sem sýnir reikninginn tilbúinn fyrir yfirfærslu í DK.
Hér má sækja vinnuskýrslu vegna reiknings.
Næstu skref:
- Ef þú þarft að stofna fleiri reikninga er best að gera það núna.
- Ef þú hefur stofnað alla þá reikninga sem þú vilt gefa út að sinni er kjörið að útbúa reikningaskrá fyrir DK.
Að útbúa reikningaskrá fyrir DK
Til þess að stofna reikningana í DK þarf að útbúa reikningaskrá sem lesin er inn í DK. Þetta er mjög einfalt. Farið er í "Reikningar" í vinstri valmynd og á birtst þegar útgefnir reikningar. Efst til hægri er hnapur sem heitir "Reikningaskrár". Smellt er á hann.
Þá birtist listi yfir reikningaskrár sem þegar hafa verið gerðar.
Til þess að stofna nýja er smellt á Stofna nýja reikningaskrá.
Þá biritst viðmót til þess að velja þá reikninga sem þú vilt stofna í DK að þessu sinni.
Haka skal við það sem á að stofna og smella svo á "Stofna nýja reikningaskrá"
Þá birtist aftur yfirlit yfir þegar tilbúnar skrár og sú nýjasta efst.
Hér er hægt velja tvennt við hverja skrá.
- Að sækja Vinnuskýrslur og fá þá pdf með öllum vinnuskýrslum í þessari reikningaskrá.
- Að sækja XML skrá sem er skráin sem er lesin inn í DK.
Lesa xml skrá inn í DK
Fyrst þarf að sækja xml skrá í MAnor með því að smella á "XML skrá" tengilinn við reikningaskrána í yfirlitinu. Því næst er hún lesin inn í DK með þessum hætti.
- Opna DK
- Fara í Sölureikningar
- Velja Vinnslur
- Velja innlestur sölureikninga
- Velja XML innlestur
- Finna skrána og lesa inn
- Sjá svo reikninga undir Sölureikningar -> Óbókaðir reikningar.
Að þessu loknu er búið að útbúa löglegan sölureikning í DK.
Eyða reikningi
Þegar reikningi er eytt í Manor eru öll atriði reikningsins merkt sem "óútskulduð" og verður því hægt að skulda þau út að nýju. Það er því eins og reikningurinn hafi aldrei verið gefinn út.
- Fara í Reikningar í vinstri valmynd.
- Þá birtist listi yfir útgefna reikninga.
- Velja þann sem á að eyða.
- Þá opnast reikningurinn.
- Smella á [Eyða] hnappinn neðst til hægri.
Athugið að bakfæra þarf reikning í DK sérstaklega. Það gerist ekki sjálfvirkt.