Að skrá vörur verur sífellt vinsælla hjá þjónustufyrirtækjum sem nota Manor. Þá er tiltekin þjónusta seld í stykkjatali í stað þess að selja skráða tíma. Að skrá vörur í Manor er mjög einfalt. Þú smellir á bláa Stofna hnappinn efst til hægri og velur þar Vara.




Þá kemur upp gluggi til þess að skrá upplýsingar um vöruna.





Aðeins er nauðsynlegt að fylla út þá reiti sem eru merktir með * rauðri stjörnumerkingu.


* Mál

  • Þú velur málið sem þú vilt skrá vöruna á.


* Lýsing

  • Lýsing er lýsing vörunni sem þú ert að skrá á málið. Lýsing vörunnar kemur á reikning þar sem varan er reikningsfærð.


* Magn

  • Hversu mörg stykki af vörunni þú ætlar að skrá á málið.


Magn til greiðslu

  • Ef þú vilt að fleiri eða færri einingar komi á reikning þegar varan verður reikningsfærð þá er hægt að skrá aðra magntölu í Magn til greiðslu.

* Taxti

  • Hér er valinn sá taxti, einingaverð, sem á að gilda um vöruna. Taxta má skrá og breyta undir Stjórnborð -> Taxtar. Athugið að aukinna aðgangsréttinda gæti verið þörf til að sjá stjórnborð taxta.


Sérverð

  • Ef þú vilt annað einingaverð en taxtinn tilgreindi þá er hægt að ákveða sérverð sem gildir þá um þessa skráningu eingöngu.


Gildandi verð

  • Hér er það verð sem mun að lokum verða á þessari færslu. Ef til dæmis þú skráir magn 2 einingar og sérverð 100 þá mun gildandi verð vera 200 kr. þar sem 2x100 gefa 200 kr.


* Dagsetning

  • Skráningardagur færslunnar.


Greiðandi

  • Hægt er að velja hver eigi að greiða fyrir aksturinn. Algengast er að viðskiptavinurinn sem skráður er á málið sé sá sem borgi, og þá er valið sami og viðskiptavinur, en svo er hægt að velja annan greiðanda ef það á við.



Verð vöru

Verð á vöru ræðst af kílametrafjölda og taxta. Taxtinn er stilltur undir Kerfisstjórn og þar undir Taxtar. Sérstök réttindi þarf til þess að sjá það svæði.