Margir rukka akstur í tengslum við mál/verk sem unnið er að. Það er einfalt að skrá akstur í Manor. Til þess að skrá akstur er farið í bláa Stofna hnappinn efst til hægri. Þar er hægt að velja Akstur.
Þegar smellt er á Akstur birtist gluggi til þess að skrá akstursfærslu.Aðeins er nauðsynlegt að fylla út þá reiti sem eru merktir með * rauðri stjörnumerkingu.


* Mál

  • Þú velur málið sem þú vilt skrá kostnaðinn á.


* Lýsing

  • Lýsing er lýsing á ferðinni sem farinn var. Á reikning mun lýsingin koma sem lýsing á akstursfærslunni.


* Vegalengd

  • Hér þarf að skrá inn vegalengd í km talið. Ástæðan er sú að oftast er rukkað eftir kílómetragjaldi, til dæmis greiðir hið opinbera akstur eingöngu miðað við tiltekið kílómetragjald.


Vegalengd til greiðslu

  • Ef svo vill til að þú ætlir að rukka meira eða minna en það sem var ekið þá er möguleiki að skrá km-fjölda sem verður rukkaður og kemur á reikninginn.


* Taxti

  • Hér er valinn sá taxti sem nota á um þessa akstursfærslu. Taxtinn er nánar skilgreindur undir Stjórnborð -> Taxtar. Athugið að þú gætir þurft aukin aðgangsréttindi til þess að geta breytt töxtum í stjórnborði.


* Dagsetning

  • Hér þarf að skrá hvenær aksturinn átti sér stað.


Greiðandi

  • Hægt er að velja hver eigi að greiða fyrir aksturinn. Algengast er að viðskiptavinurinn sem skráður er á málið sé sá sem borgi, og þá er valið sami og viðskiptavinur, en svo er hægt að velja annan greiðanda ef það á við.