Manor tengist beint við lagasafn Alþingis. Öll lög birtast því í Manor og hægt að bæta þeim við mál eins og hentar. 


Að bæta lögum við mál í Manor er mjög einfalt. Þá er einfaldlega farið í Rannsóknir og slegið inn leitarorð. Þá koma upp niðurstöður úr öllu rannsóknarsafninu. Hér má sjá niðurstöðu þar sem leitað var að lögum nr. 38/2001.

 



Því næst er smellt á niðurstöðuna. Þá koma lögin upp í sér glugga, þar má velja mál og smella á Afrita í mál. Þá verður til afrit af lögunum við það mál.



Þegar búið er að afrita lögin er hægt að lita texta gulann sem geymist þá með lögunum við málið svo einfalt sé að sjá síðar hvað sé athyglisvert.



Þegar farið í málið síðar má sjá rannsóknarniðurstöður í kassa í hægri dálki málsins.