Að stofna viðskiptavin er einfalt. Þú finnur bláan hnapp efst til hægri í Manor sem heitir "Stofna mál" og smellir. Þá birtast möguleikar til þess að stofna ýmislegt, þar á meðal viðskiptavin. Þú velur Viðskiptavinur úr listanum og þá birtist gluggi til þess að skrá inn upplýsingar um viðskiptavininn.


ATH: Það er líka hægt að lesa inn marga viðskiptavini í einni aðgerð ef þú ert með lista t.d. úr öðru kerfi. Sjá leiðbeiningar.


Í glugganum til þess að skrá viðskiptavin er hægt að skrá ýmislegt. Aðeins er þó nauðsynlegt að skrá upplýsingar í þá reiti sem merktir eru með * rauðri stjörnu. Því þarf eingöngu að skrá nafn viðskiptavinar og í hvaða gjaldmiðli hann eigi að vera.Ef það hentar má skrá inn frekari upplýsingar eða gera það síðar.Það sem hægt er að skrá um viðskiptavin


Aðeins er nauðsynlegt að fylla þá reiti sem eru merktir með * merki.

Kennitala

 • Íslensk: Ef kennitala er íslensk og rétt slegin inn (stenst prófanir) þá birtist möguleiki á að sækja upplýsingar í fyrirtækjaskrá við hliðina á reitnum.

 • Erlend: Hægt er að skrá hvaða númer sem er í kennitölureitinn. Það er því einfalt að nota erlend númer eða kennitölur fyrir erlenda viðskiptavini.

Nafn viðskiptavinar

 • Viðskiptavinur getur heitið hvaða nafni sem er og alltaf má breyta því síðar.

Netfang

 • Netfang viðskiptavinar er frjálst og má alltaf breyta því síðar.

Sími

 • Hægt er að skrá mörg símanúmer ef vill.


Gjaldmiðill

 • Hægt er að velja gjaldmiðil á viðskiptavin. Hann gildir þá um öll hans mál. Gjaldmiðlar eru per viðskiptavin, en ekki per mál, af þeirri ástæðu að nær öll fjárhagskerfi eru hönnuð með þeim hætti og þarf Manor að geta tengst þeim og skilað inn tekjuskráningu o.fl. eftir því hvernig tenginum er háttað.


Land

 • Hægt er að velja hvaða land sem er. Um leið og land er valið breytast reitir fyrir heimilisfang í takt við póstfangskerfi þess lands.


Aðsetur

 • Skráning aðseturs fer eftir því hvaða land var valið. Reitirnir breytast ít akt við póstfangskerfi viðkomandi lands.


Póstnúmer

 • Hægt er að skrá póstnumer í hvaða landi sem er. Ef póstnúmer er erlent er gott að velja landið fyrst.


Heimilisfang reikninga er sama og heimilisfang

 • Mögulegt er að taka hakið úr þessum reit og þá birtast sér reitir fyrir póstfang sem er annað en heimilisfang.

Greiðslufrestur

 • Hægt er að skrá þann dagafjölda sem á að líða frá gjalddaga að eindaga. Sá frestur er notaður ef notast er við Manor sölureikninga. Ef notast er við bókhaldskerfi svo sem DK, Reglu, BC, o.fl. þá er þessi frestur skráður í þeim kerfum.


Athugasemd á reikningi

 • Hægt er að skrá texta sem kemur inn á alla reikninga viðkomandi viðskiptavinar.


Uppsetning reikninga

 • Samantekinn: Þá er reikningurinn samandregin í línur eftir töxtum. Samtölur hvers taxta notaðar. Engin sundurliðun.

 • Sundurliðaður: Þá eru allar færslur sem fóru á reikninginn á reikningum sjálfum. Nánast eins og tímaskýrsla á reikningnum.

Sérstök athygli

 • Hér má haka við ef ekki á að veita viðskiptavini þjónustu til dæmis vegna vanskila. Aðrir notendur fá þá viðvörun (en geta samt skráð tíma ef þeir vilja) þegar þeir ætla að skrá tíma á mál sem tilheyra þeim viðskiptavini.Að lokum er smellt á hnappinn [Vista viðskiptavin]


Síðar má alltaf breyta upplýsingum um viðskiptavini með því að fara í 


Viðskiptavinir -> Viðskiptavinur X