Í ákveðnum tilvikum greiða viðskiptavinir inn á mál/verk þegar vinna við þau er að hefjast eða greiða inn á þau á á meðan vinnu stendur. Til þess að skrá fyrirframgreiðslur er best að fara þess leið:


Tökum dæmi um viðskiptavin sem greiðir tvisvar inn á málið og þarf reikning fyrir báðum greiðslum en svo stendur til að gefa út lokareikning þar sem allt er gert upp.

Fyrirframgreiðsla 1 berst upp á 100.000 kr.

  1. Þá er vara skráð á málið með verðið 100.000+vsk með heitið Fyrirframgreiðsla 1.
  2. Svo er gefinn út reikningur fyrir vörunni að upphæð 100.000+vsk.
  3. Svo er vara skráð á málið með neikvætt verð -100.000+vsk með heitið Fyrirframgreiðsla.
    (Þetta er gert til þess að fyrirframgreiðslan hafi rétt áhrif á lokauppgjörið.)


Fyrirframgreiðsla 2 berst inn í málið upp á 150.000 kr.

  1. Þá er vara skráð á málið með verðið 150.000+vsk með heitið Fyrirframgreiðsla 2.
  2. Svo er gefinn út reikningur fyrir vörunni að upphæð 150.000+vsk.
  3. Svo er vara skráð á málið með neikvætt verð -150.000+vsk með heitið Fyrirframgreiðsla.
    (Þetta er gert til þess að fyrirframgreiðslan hafi rétt áhrif á lokauppgjörið.)


Lokauppgjör verður þá svona.

  1. Búið er að vinna í málinu fyrir alls 600.000 kr. ekkert af því hefur verið rukkað enn.
  2. Búið er að taka við fyrirframgreiðslu1 sem er neikvæð vara -100.000 kr
  3. Búið er að taka við fyrirframgreiðslu2 sem er neikvæð vara -150.000 kr
  4. Þá er hægt að gefa út lokareikning með allri vinnu og vörunum tveimur. 600.000 -100.000 -150.000 = 350.000 kr.


Önnur leið til þess að vinna með fyrirframgreiðslur er að skrá þær í fjárhagskerfi og skráþær hvergi í Manor. Það hefur sína kosti og galla.