Það er mjög auðvelt að stilla nöfn á verðum og töxtum í Manor eins og viki var að stuttlega í umfjöllun um að velja taxta og verð. Það eru vitaskuld margar leiðir að því að nefna taxta og verð en við mælum með nálgun sem gefist hefur best hjá okkar notendum í gegnum árin - að velja góð nöfn á taxta og verð.


Skipta nöfnin máli?

Flestir eru sammála um að nöfn taxta skipti miklu máli. Viðskiptavinur þinn hefur í flestum tilvikum litla hugmynd um hve mikið vinnuframlag þarf í málið, þekkir ekki verkaskiptingu innan stofunnar, þekkir ekki hve langan tíma ýmsir þættir málsins taka eða hve marga starfsmenn stofunnar þarf að málinu. Viðskiptavinurinn fær hins vegar alltaf reikninginn sem þú vilt að hann borgi. Með réttum nöfnum á taxta gefst þér gott tækifæri til þess að fá reikninginn greiddan á gjalddaga/eindaga án athugasemda. Mikilvægt er að nýta tækifærið vel!


Hvað er taxti?

Besta dæmið um taxta er tímagjaldið þitt. Ef þú rukkar 20.000 kr. á tímann þá er það þinn taxti. Á sama tíma gæti aðstoðarmaður á stofunni rukkað 10.000 kr. á tímann. Hér er nokkur munur á tímagjaldi en verulegur munur á því sem verið er að kaupa (geta, reynsla, menntun, ofl.) svo vörurnar eru mjög ólíkar. Þegar þú stofnar taxta í Manor geturðu gefið honum nafn. Þau nöfn er svo sýnileg þegar þú skráir tíma í Manor og svo aftur sýnileg á reikningi sem fer til viðskiptavinar.


Seldu það sem viðskiptavinurinn er að kaupa

Langsamlega besta nálgunin í viðskiptum er að selja viðskiptavininum það sem hann vill kaupa. Þetta er mikilvægt. Ef viðskiptavinurinn heldur að hann sé að kaupa þjónustu ákveðins lögmanns þá er best að nota taxta fyrir þann lögmann sem ber nafn lögmannsins svo að viðskiptavinurinn sjái það skýrt á reikningi. Viðskiptavinurinn er þá alveg viss um hvað hann var að kaupa.


Skoðum hér tvær ólíkar nálganir.


Að velja gott nafn

Hér sjáum við stofu sem valdi góð nöfn fyrir taxta og verð hjá sér í takt við það sem hún er að selja. Hér er mjög einfalt að sjá hvaða fólk vann að málinu, hve marga tíma hvert þeirra vann og hve mikið tíminn kostaði í hverju tilviki. Það má sjá hve mikill tími aðstoðarfólks féll til og að það sé á lægra verði. Að lokum er svo heildin tekin saman í samtölu. Mjög skýrt og einfalt.Að velja almennt nafn

Ef þú ákveður að nota almennt nafn á alla taxa, svo sem Lögfræðiþjónusta, þá ertu að opna á mögulegar athugasemdir frá viðskiptavinum vegna reikninga þar sem þeir eru ekki vissir um hvað þeir voru að kaupa nákvæmlega. dæmi eru til þess að mál rati fyrir dómstóla vegna ágreinings um hver vann vinnuna. Í besta falli óskar viðskiptavinurinn eftir vinnuskýrslu þar sem niðurbrotið á upphæðum kemur fram í smáatriðum en í versta falli gerir hann ágreining um reikninginn þar sem hann taldi sig aðeins vera að kaupa vinnu af ákveðnum aðilum. 


Hér er dæmi um almennt nafn á reikningi. Engin smáatriði og bara sagt „lögfræðiþjónusta“ og svo heildartölur.


Í augum margra er fleiri spurningum ósvarað en svarað við að fá þennan reikning í hendur. Það getur tafið greiðslur, valdið því að þú þarft að gefa afslátt eða gera breytingar á reikninginum - sem allt veldur tekjutapi.Hvar stilli ég nafn verða og taxta?

Það er mjög einfalt að skrá nöfn á taxta. Þú ferð í Kerfisstjórn og svo Taxtar. Hvort þú breytir núverandi töxtum eða stofnar nýja fer eftir því hvernig þú vilt nálgast verkefnið.


Enn ekki viss?

Prófaðu að horfa á reikningana tvo hér að ofan. Hvorn þeirra værir þú vissari um að greiða? Hvortn væri auðveldara að útskýra fyrir yfirmönnum, bókara eða fjármálastjóra? Í hvorum þeirra eru viss um að þú hafir fengið það sem þú pantaðir? Þetta eru atriði til umhugsunar.