Í ferli kröfu koma tímapunktar þar sem rétt er að taka ákvörðun um næstu skref. Gott dæmi er krafa sem lokið hefur þremur innheimtustigum og innheimtuaðili þarf að meta hvort rétt sé að fara í frekari aðgerðir eða ekki. Þá kemur sér vel að setja ákvörðun inn í áætlunina.


Að setja ákvörðun í áætlun

Þá er farið í Uppsetning -> Áætlanir og opnuð áætlun sem er þegar til, eða búin til ný, og þá má sjá að hægt er að bæta við "Ákvörðun" inn í áætlun.



Þegar búið er að bæta ákvörðun við þá þarf að segja ákveða spurningu til dæmis: "Á að stefna kröfunni?" og svo hver eigi að taka þá ákvörðun, kröfuhafi eða starfsmaður innheimtuaðila.


Ef kröfuhafi á að taka ákvörðunina þá birtist spurning í hans viðmóti á þjónustuvefnum sem hann getur svarað.



Viðmót ákvarðana

Ef krafa er komin á það stig að taka þarf ákvörðun þá sést það efst í hverri kröfu. Þar getur starfsmaður, eða kröfuhafi, ákveðið hvort haldið skuli áfram.


[IMG]


Yfirlit yfir allar kröfur sem eru á ákvörðunarstigi

Auðvelt er að sjá hvaða kröfur eru komnar á það stig að beðið er eftir ákvörðun. Farið er í Verkefni -> Ákvarðanir



Einnig má sjá á hverju stigi á forsíðu Yfirliti hvort það séu kröfur komnar að ákvörðun í einhverju innheimtustiganna.