Í bókhaldskerfum eru kröfur stofnaðar og þær svo sendar til banka. Þá eru þær komnar til innheimtu í bankakerfinu og birtast í netbanka skuldara. Bankarnir nota svonefnd auðkenni til þess að flokka kröfur kröfuhafa. Allir eru því með auðkenni í bankanum og sumir með fleiri en eitt ef þeir eru með ólíkar kröfutegundir sem þurfa mismunandi meðferð.


Þegar kröfuhafi hefur viðskipti við nýjan innheimtuaðila þarf hann að taka upp nýtt auðkenni í bankanum. Þetta er einföld aðgerð og stofnar bankinn þá nýtt 3 stafa auðkenni, t.d. IAA sem skráð er inn í DK. Eftir það stofnast kröfur á nýja auðkennið og innheimtuaðilinn getur þá séð kröfurnar og hafið að innheimta þær þegar við á.


Ferlið til þess að skrá nýtt auðkenni í DK er svona:


  1. Fara í DK forritið.
  2. Velja "Skuldunautar"
  3. Velja þar "Innheimtukerfi banka"
  4. Velja þar "Uppsetning"
  5. Velja flipann "Banki" og finna reitinn "Auðkenni".
  6. Þar á svo að skrifa inn það auðkenni sem við á, t.d. IAA



Þegar búið er að skrá nýja auðkennið í DK er hægt að stofna kröfur og senda þær í banka og munu þær þá tilheyra nýja auðkenninu.


Innheimtuaðilinn getur þá nálgast kröfurnar á þeim degi sem tilgreindur er í samkomulagi við innheimtuaðila.