Við hvern kröfuhafa er hægt að stilla hvort hann sé virðisaukaskattskyldur eða ekki. Mjög mikilvægt er að þetta atriði sé rétt stillt. Grunnhugmyndin er sú að kröfuhafi sé skaðlaus af vanskilum skuldarans og þurfi því ekki að bera neinn kostnað af innheimtuaðgerðum. Því eru lög um innheimtustarfsemi auk reglugerða sem tilgreina framkvæmdina. 


Breytileg nálgun eftir vsk skyldu

Starfsemi innheimtuaðila er vsk skyld og þurfa þeir því að greiða vsk seldri innheimtuþjónustu sinni. Samkvæmt reglugerð má krefja skuldara um greiðslu innheimtukostnaðar upp að ákveðnu marki. Kröfuhafar geta verið ýmist vsk skyldir eða undanþegnir vsk. Þessi forsenda er lykilatriði í meðferð vsk hjá innheimtuaðilum. Meginreglan er sú að kröfuhafi haldist skaðlaus af vanskilum skuldara. Það leiðir af sér eftirfarandi:

  • Ef kröfuhafi er vsk skyldur þá getur hann nýtt greiddan vsk af innheimtuþóknun (innskatt) til lækkunar á stofni til greiðslu virðisaukaskatts. Af þeim sökum greiðir kröfuhafi vsk af innheimtukostnaði til innheimtuaðilans þó svo að skuldari greiði sjálfan innheimtukostnaðinn. Hér sendir innheimtuaðili því reikning fyrir vsk eingöngu á kröfuhafa sem er ekki algeng sjón í hefðbundnum viðskiptum. 
    • Hér má sjá dæmi:

      Innheimtuviðvörun 950 kr.
      Skuldari greiðir 950 kr.
      Kröfuhafi greiðir 228 kr. (vsk af 950 kr)

  • Ef kröfuhafi  er undanþeginn vsk þá getur hann ekki nýtt greiddan vsk af innheimtuþóknun til lækkunar á stofni til virðisaukaskatts þar sem slíkar stofn er ekki til staðar. Af þeim sökum þarf skuldari að greiða innheimtukostnaðinn og vsk. Hér sendir kröfuhafi ekki reikning vegna vsk til kröfuhafa. 
    • Hér má sjá dæmi:

      Innheimtuviðvörun 1.178 kr. (950 kr + vsk)
      Skuldari greiðir 1.178 kr.
      Kröfuhafi greiðir 0 kr. (enginn vsk)

Stillingin í viðmóti kröfuhafa


Þá er farið í kröfuhafann og smellt á flipann "Stillingar".


save image


Stillingin hefur þessi áhrif

  • Ef starfsemi kröfuhafns er VSK skyld þá greiðir kröfuhafinn virðisaukaskatt af áföllnum kostnaði og nýtir hann sem innskatt í sínu bókhaldi.
  • Ef starfsemi kröfuhafans er undanþegin VSK þá greiðir hann ekki virðisaukaskatt af áföllnum kostnaði og því fellur sá skattur á skuldarann.


Hvað ef þetta er vitlaust stillt?

Ef vsk stilling er röng þá hefur það þau áhrif að skuldari borgar ekki vsk sem hann hefði átt að borga eða skuldari borgaði vsk sem hann hefði ekki átt að borga. Áhrifin fara eftir því í hvora áttina villan liggur.