Þegar tekjur eru skráðar á mál, t.d. tímafærsla, akstur, vara eða kostnaður, þá er hægt að velja hver eigi að greiða fyrir hvert atriði. Sjálfgefið er að viðskiptavinur málsins greiði en því má breyta. Algengt er hjá mörgum að hafa eitt mál utan um mál sem snertir nokkra greiðendur. Dæmi er lögmaður sem sinnir vörnum fyrir einstakling en lögreglan á að greiða fyrir ákveðna tíma í málinu, þá er ekkert mál að skrá lögregluna á þá tíma en einstaklinginn á alla hina.


Hér má sjá viðmót til þess að skrá tímafærslu. Takið eftir reitnum til þess að velja greiðenda.


save image


Hér er viðskiptavinur málsins Fasteignafélagið en greiðandi tímafærslunnar er valinn Samrunafélagið.


Það þýðir að í þessu máli eru nú tveir greiðendur. Þegar ákveðið er að gefa út reikning í málinu er spurt hvorn eigi að rukka í það skiptið.


save imagesave image


Smellt er á þann aðila sem á að rukka í þetta sinn.