Þegar færslur eru skráðar á mál, svo sem tímar, akstur, vörur eða kostnaður, þá er hægt að velja hver eigi að greiða færsluna. Sjálfgefið er að viðskiptavinur málsins greiði en því má breyta. Að hafa marga greiðendur í sama málinu getur verið þægilegt því þá þarf ekki að hafa mörg mál til þess eins að geta rukkað nokkra ólíka aðila heldur er hægt að hafa eitt mál og skrá svo greiðendur á ólíkar færslur.


Hér má sjá viðmót til þess að skrá tímafærslu. Takið eftir reitnum til þess að velja greiðenda.


save image


Hér er viðskiptavinur málsins Fasteignafélagið en greiðandi tímafærslunnar er valinn Samrunafélagið.


Það þýðir að í þessu máli eru nú tveir greiðendur. Þegar ákveðið er að gefa út reikning í málinu er spurt hvorn eigi að rukka í það skiptið.


save image



save image


Smellt er á þann aðila sem á að rukka í þetta sinn.


Það er ekkert mál að breyta greiðanda á færslum sem ekki hafa verið reikningsfærðar. Þá eru færslurnar einfaldlega opnaðar og greiðanda breytt. Ef færslurnar eru margar er kjörið að nota magnaðgerðir.


Að breyta greiðanda á mörgum færslum í einu

Það er einfalt að breyta greiðanda á mörgum færslum í einu. Þá er farið í færslurnar í málinu, til dæmis tímafærslur, og hakað við þær færslur sem á að breyta greiðanda á. Þá kemur upp gluggi til að velja nýjan greiðanda.