flestir tímar eru skráðir í Manor með myndrænum hætti en þar sést vika í senn og á hún sér upphafs og lokatíma. Sjálfgefið er 08:00 - 18:00. Því má breyta ef vill.


Hér má sjá viðmót þar sem upphaf er 08:00 og endir er 18:00.


save image


Til þess að breyta þessu er fyrst er farið í "Kerfisstjórn" og svo "Stillingar".Því næst er fundið svæðið "Dagatal" og smellt þar á hnappin Breyta.


save image


Hvað ef færslan mín er utan við upphafs og lokatíma?

Það er ekkert mál. Ef færslan er utan við tíma viðmótsins þá lengist viðmótið svo að það nái utan um færsluna. Hér er til dæmis færsla sem var frá 07-08 að morgni en dagatalið er stillt á 08:00 - 18:00. Þá lengist dagatalið og er frá 07 þá vikuna. Engar tímafærslur lenda því utan viðmótsins.


save image