Það er einfalt að skrá erlenda viðskiptavini í Manor og er í sjálfu sér eins og að stofna innlendan viðskiptavin. Þú finnur fjölhæfan hnapp efst til hægri í Manor sem heitir "Stofna mál" og smellir á píluna á honum. Þá birtast möguleikar til þess að stofna ýmislegt, þar á meðal viðskiptavin.


save image


Þegar þú smellir á "Stofna viðskitpavin" birtist gluggi sem býður þér að filla út upplýsingar um viðskiptavininn.


save image


Aðeins er nauðsynlegt að fylla þá reiti sem eru merktir með * merki.

 • Kennitala
  • Ef kennitala er íslensk og stenst prófanir þá birtist möguleiki á að sækja upplýsingar í fyrirtækjaskrá.
  • Ef kennitala er ekki til staðar og viðskiptavinur er erlendur þá er gott að setja hér númerið á viðskiptavini í bókhaldskerfinu.
 • Nafn viðskiptavinar
  • Viðskiptavinur getur heitið hvaða nafni sem er og alltaf má breyta því síðar.
 • Netfang
  • Netfang viðskiptavinar er frjálst og má alltaf breyta því síðar.
 • Sími
  • Hægt er að skrá mörg símanúmer ef vill.
 • Gjaldmiðill
  • Hægt er að velja gjaldmiðil á viðskiptain. Hann gildir þá um öll hans mál.
 • Aðsetur
  • Hægt er að skrá heimilisfang í hvaða landi sem er. Ef erlent heimilisfang er um að ræða er gott að velja landið fyrst.
 • Póstnúmer
  • Hægt er að skrá póstnumer í hvaða landi sem er. Ef póstnúmer er erlent er gott að velja landið fyrst.
 • Land
  • Hægt er að velja hvaða land sem er. Um leið og land er valið breytast reitir fyrir heimilisfang í takt við póstfangskerfi þess lands.
 • Heimilisfang reikninga er sama og heimilisfang
  • Mögulegt er að taka hakið úr þessum reit og þá birtast sér reitir fyrir póstfang sem er annað en heimilisfang.
 • Gjaldmiðill
  • Gjaldmiðill er valinn fyrir hvern viðskiptavin og mun þá eiga við um öll hans mál.


Að lokum er smellt á hnappinn [Vista viðskiptavin]


Það kemur rauð ábending þegar ég skrái númer í stað kennitölu

Ekkert mál. Hér er um ábendingu frá Manor að ræða en ekki villu. Þú getur samt skráð númerið.


save image


Að gefa út reikning á erlendan viðskiptavin

Bókhaldskerfi skrá viðskiptavini nær alltaf með kennitölu og nota hana til þess að gefa út sölureikninga. Þegar viðskiptavinur er erlendur er notast við önnur númer. Bókhaldskerfin nálgast þetta misjafnt.

 • DK: Hvaða númer sem er svo sem: 0001. eða 99001.
 • Regla: Númer í sömu lengd og kennitala og verður að hefjast á 99. Til dæmis: 990000-0001


Svo lengi sem kennitala (eða númer) er það sama í Manor og bókhaldskerfinu þá mun það virka vel að gefa út reikninga á viðkomandi.Að velja rétta mynt fyrir viðskiptavininn

Aðeins er hægt að velja eina mynt fyrir viðskiptavin í Manor. Öll hans mál eru þá í þeirri mynt og útgáfa reikninga á hann fer fram í þeirri mynt. Mynt er valin þegar viðskiptavinur er stofnaður en ef þú vilt breyta mynt þá er það lítið mál. Þú ferð í "Viðskiptavinir" og velur viðskiptavininn. Þar er smellt á hnappinn "Breyta viðskiptavini" og þá birtist viðmót þar sem hægt er að velja mynt.


save image


Að skrá kjör í erlendri mynt

Að skrá kjör á viðskiptavin eða mál er eins hver sem myntin er á viðskiptavininum.


Hér eru leiðbeiningar um að skrá kjör.Að stilla tungumál máls

Hægt er að velja tungumál á mál í Manor. Það þýðir að ýmislegt sem kemur frá Manor í málinu er á ensku, svo sem:


 • Vinnuskýrslur
 • Reikningar


Það segir sig sjálft, en lýsingar á tímafærslum verða að vera á ensku ef vinnuskýrslan á öll að vera á ensku. Manor breytir aðeins umgjörð skýrslunnar yfir á ensku.