Að skrá kröfuhafa er einfalt. Þá er farið í Kröfuhafa í vinstri valmynd og þar er smellt á hnappinn "Skrá nýjan kröfuhafa".


save image


Þá birtist viðmót til þess að skrá kröfuhafa.


save image


Hér má skrá inn kennitölu kröfuhafa. Ef kennitalan er gild þá verður reiturinn grænn og þú getur skráð kröfuhafann.


Þegar búið er að skrá hann birtist kröfuhafasíðan.


save image


Þegar kröfuhafinn er orðinn til í Manor er ágætt að skoða flipana sem hér birtast.


  • Kröfuflokkar
    • Hér má stofna ýmsa kröfuflokka ef flokka á kröfur niður sérstaklega hjá kröfuhafanum. Flestir nota aðeins einn flokk sem stofnast sjálfkraf og nefnist Almennar viðskiptakröfur.
    • Hver kröfuflokkur getur haft skilgreint auðkenni í banka sem veldur því að kröfur sem berast rafrænt fara í flokka eftir auðkennum.
    • Einfalt er að stofna nýjan kröfuflokk með því að smella á bláa hnappinn með plúsnum.
  • Allar kröfur
    • Hægt er að sjá allar kröfur kröfuhafa og sía þann lista eftir innheimtustigi eða kröfuflokki.
  • Kröfuskrár
    • Gamall möguleiki sem ekki er virkur frá þeim tíma sem kröfuhafar sendu innheimtaðila kröfuskrár með kröfum sínum.
  • Stillingar
    • Hér er hægt að stilla frumforsendur kröfuhafans, svo sem heimilisfang, kennitölu, vsk stillingu, o.fl.


Skrá erlendan kröfuhafa

Ef kröfuhafinn er erlendur, smelltu þá á tengilinn "Skrá erlendan kröfuhafa" í viðmóti til að skrá kröfuhafa. Þá breytist viðmótið og verður svona.


save image


Eftirleikurinn þegar búið er að skrá allar upplýsingar er eins og þegar stofnaður er innlendur kröfuhafi.