Það er lítið mál að skrá vörunúmer inn í Manor. Allir sölureikningar fyrir vörum eða þjónustu sem gefnir eru út innihalda línur sem útskýra hvað sé verið að selja. Í Manor geta notendur skráð inn tímavinnu, akstur, vörur og kostnað - sem allt þarf að skila sér rétt inn á sölureikning. Þar koma vörunúmer til sögunnar.
Almenn vörunúmer
Í Manor er hugsunin sú að fyrst eru skráð inn almenn vörunúmer fyrir vinnu, akstur, vörur og kostnað. Það er gert með því að fara í Kerfisstjórn og svo í Taxtar. Þar er smellt á tannhjólið efst til hægri.
Þá birtist gluggi þar sem hægt er að skrá vörunúmerin.
Þegar búið er að skrá þessi númer er hægt að gera sölureikninga.
Sérstök vörunúmer á hvern taxta eða starfsmann
Stundum hentar að ákveðnir taxtar hafi sitt eigið vörunúmer. Í þeim tilvikum er farið í Kerfisstjórn og svo Taxtar.
Þar er smellt á þá línu sem á að skrá sérstakt vörunúmer fyrir.
ATH: Ekki allir hafa réttindi til þess að sjá kerfisstjórnarsvæði. Ef þú sérð ekki það svæði hafðu þá samband við kerfisstjórann í þínu fyrirtæki eða beint við Manor, eftir því hvaða skipulag er á kerfisstjórnarmálum.
Uppsetning vörunúmera er oftast gerð í byrjun notkunar og breytist lítið eftir það. Þeir sem nota vörunúmer per línu þurfa að uppfæra númerin þegar þeir bæta við starfsmönnum.
Frekari aðstoð: Það er alltaf hægt að fá hjálp við að setja upp vörunúmer í þjónustuveri Manor í síma 546-8000.
Að vinna vörunúmerin í bókhaldskerfinu
Flest bókhaldskerfi eru með vöruskrá eða birgðaskrá sem inniheldur númerin sem nefnd eru vörunúmer. Misjafnt er á milli kerfa hvert er farið til þess að finna þessi númer en í flestum tilvikum er það einfalt.