Ekkert mál er að eyða viðskiptavini ef hann hefur engin mál skráð á sig.
Þegar þú smellir á hnappinn [Eyða viðskiptavini] kemur upp viðvörun.
Hér þarftu að staðfesta aðgerðina.
Hvað verður um mál viðskiptavinarins?
Að eyða viðskiptavini eyðir ekki málunum hans. Málin verða áfram sýnileg með hinn eydda viðskiptavin sem viðskiptavin en þegar málið er skoðað er sést að búið er að eyða viðskiptavininum.
Sé smellt á málið sést betur að viðskiptavini hefur verið eytt.
Hvað verður um óútskuldaða tíma viðskiptavinarins?
Þeir halda sér allir þar sem það hefur engin áhrif á mál eða skráða hluti í málum að eyða viðskiptavini.
Er hægt að hætta við að eyða viðskiptavini?
Já ef þú eyddir viðskiptavini óvart þá getur þú haft samband við þjónustuver í síma 546-8000 eða adstod@manor.is og látið taka aðgerðina til baka.