Það er einfalt að stilla sérkjör á viðskiptavin í Manor. Ef sérkjör eru skilgreind þá gilda þau fram yfir það sem tilgreint er í almennri verðskrá. Til þess að skrá sérkjör á viðskiptavin er farið í Viðskiptavinir og svo í viðkomandi viðskiptavin.Þar er smellt á hnapinn Kjör og þá opnast viðmót til að skrá sérverð á þennan viðskiptavin.Tökum hér dæmi um Vinnutaxtann Guðrún Pétursdóttir sem búið er að skilgreina í almennri verðskrá. Hér sést að listaverð á þeirri vinnu er 34.000 kr. Því næst er búið að skilgreina að þessi viðskiptavinur eigi að greiða 20.000 kr og njóta auk þess 10% afsláttar sem skilar þá gildandi verði 18.000 kr.


Sérkjörin munu gilda fyrir allar tímafærslur sem Guðrún Pétursdóttir skráir á mál þessa viðskiptavinar. Sé þessum kjörum breytt síðar mun það hafa áhrif á allar óskuldfærðar tímafærslur á þeim tíðspunkti.


Athugið að ef búið er að skilgreina sérkjör á mál þá mun það gilda fram yfir sérkjör viðskiptavinar.